Mannauður

Sterk fyrirtækjamenning skilar stoltu starfsfólki

Mannauðssvið Bláa Lónsins ber heitið „People and Culture“ og er það táknrænt fyrir áherslur Bláa Lónsins í mannauðsmálum. Meðalfjöldi starfsmanna miðað við heilsársstörf var 394 og er það umtalsverð aukning frá árinu á undan þegar heilsársstörf voru 302. Hjá félaginu starfa nú um 570 starfsmenn af 26 þjóðernum.

0
Fjöldi starfsfólks
0
Þjóðerni starfsfólks
0
Meðalaldur starfsfólks

Fjöldi stöðugilda

Bláa Lónið þekkingarfyrirtæki ársins

Bláa Lónið hlaut verðlaun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem þekkingarfyrirtæki ársins, en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn þann 25. apríl, 2017. Verðlaunin eru veitt árlega en forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin að þessu sinni.

Þema þekkingarverðlaunanna í ár var „fagmennska og færni í ferðaþjónustu“ . Þau þrjú fyrirtæki sem hlutu tilnefningu til verðlaunanna voru Bláa Lónið, Norðursigling og Íslenskir fjallaleiðsögumenn, en Bláa Lónið hlaut að þessu sinni þekkingarverðlaunin fyrir afar metnaðarfullt starf.

Samkeppni um starfsfólk

Farið var í stóra herferð árinu sem hafði það markmið að kynna Bláa Lónið sem vinnustað fyrir fólk á öllum aldri og í ólíkar stöður. Hluti af herferðinni fólst í að opna nýjan vef, tileinkaðan störfum í Bláa Lóninu og atvinnutækifærum.

Bláa Lónið hefur ekki farið varhluta af aukinni samkeppni um öflugt starfsfólk innan ferðaþjónustunnar. Mikið er lagt upp úr ánægju starfsfólks og hafa starfsánægjukannanir sýnt jákvæðar niðurstöður. Það endurspeglast meðal annars í áhuga á auglýstum störfum, en alls sóttu um 1.100 manns um 50 sumarstörf.

86%

Við erum ánægð í starfi

89%

Við mælum með vinnustaðnum

91%

Við teljum starfsandann vera góðan

97%

Við erum stolt af því að vinna hjá Bláa Lóninu

Fræðslu- og öryggismál

Mikil áhersla er lögð á þjálfun starfsfólks og miðar þjálfunin að því að efla hæfni hvers og eins. Starfsmenn kynnast vinnustaðnum í gegnum þjálfun og öðlast aukna færni í verkefnum er tengjast störfum hvers og eins. 1.084 starfsmenn sóttu námskeið og fræðslu innan Bláa Lónsins árið 2016.

Rík öryggismenning er innan fyrirtækisins og allir starfsmenn sem starfa í framlínu fá þjálfun í fyrstu hjálp. Starfsmenn sækja einnig námskeið sniðin að störfum þeirra auk þess sem starfsmenn hafa tækifæri til að sækja námskeið og endurmenntun utan fyrirtækisins.

Öflugt félagslíf og góð fríðindi

Félagslíf starfsfólks er öflugt og skipa fjallgöngur fastan sess í vetrardagskrá starfsfólks. Boðið er upp á tvær ferðir í viku og lýkur dagskránni með lengri göngu. Vorið 2016 var gengið á Eyjafjallajökul.

Bláa Lónið tók í notkun nýjan innri samfélagsmiðil á árinu, Workplace frá Facebook. Vefsvæðið hefur hlotið góðar viðtökur hjá starfsfólki og er mikilvægur vettvangur fyrir upplýsingagjöf innan fyrirtækisins.

Starfsfólk er hvatt til að huga vel að heilsu sinni. Það fær aðild að líkamsrækt á höfuðborgarsvæðinu, í Grindavík og í Reykjanesbæ sér að kostnaðarlausu. Fyrirtækið býður starfsfólki einnig rútuferðir til og frá vinnu frá höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbæ.

Sá góði árangur sem  fyrirtækið hefur náð á undanförnum árum er ekki hvað síst fyrir tilstilli öflugs starfsfólks. Í lok  árs 2016 bauð fyrirtækið öllu starfsfólki í 50 prósent starfshlutfalli og hærra í ferð til London. Óhætt  er að segja að ferðin hafi verið einn af hápunktum ársins.

Start typing and press Enter to search