Silica Hotel
Endurhönnun og aukin þjónusta eykur ánægju gesta
Árið 2016 var ár umbreytinga hjá Silica Hotel. Hótelið sem áður hafði verið rekið undir heitinu Lækningalind/Clinic fékk nýtt nafn og herbergjum var fjölgað úr 15 í 35. Þá voru eldri herbergi einnig endurgerð ásamt sameiginlegum rýmum byggingarinnar.
Þjónusta við gesti var aukin og í veitingasal er nú boðið upp á bistró matseðil frá hádegi og fram á kvöld. Spa og snyrtimeðferðir eru í boði á spa svæði hótelsins og hefur þessi þáttur þjónustunnar fengið góðar viðtökur. Ummæli og einkunnir gesta hjá Trip Advisor eru mjög góðar og er meðalstjörnugjöfin 4,5 af 5 mögulegum.
Undirbúningur að frekari þróun upplifunarsvæðis Silica hótels hófst á árinu 2016, en gufuböð og eimböð eru meðal þess sem mun bætast við svæðið á næstu misserum. Rekstur hótelsins gekk vel og bókunarhlutfall er hátt árið um kring. Þá hefur hótelið hlotið góðar umsagnir á samfélagsmiðlum eins og TripAdvisor.
Sú þróun sem hefur átt sér stað á Silica hótelinu er í takt við aðra starfsemi fyrirtækisins þar sem stöðugt er unnið að því að gera aðstöðu fyrir gesti, þróa nýjar leiðir til að stuðla að aukinni upplifun gesta og helst fara fram úr væntingum þeirra.
