Bláa Lónið

Aðgangsstýring og breytileg verðlagning skila betri upplifun gesta

Stöðugt er unnið að því að gera upplifun gesta Bláa Lónsins enn betri. Stækkun lónsins úr 5.500 fermetrum í tæplega 9.000 fermetra í upphafi árs, án þess þó að gert væri ráð fyrir fleiri gestum í lóninu hverju sinni, er skýrt dæmi um þessa nálgun.

Meiri þjónusta á spa upplifunarsvæði Bláa Lónsins féll í góðan jarðveg á meðal gesta sem fá nú kísilmaska afhentan á skin care bar í lóninu. Þar er þörungamaski einnig afhentur. Meginmarkmið breytinganna var að auka upplifun gesta með því að veita enn betri aðstöðu og þjónustu.

Til að koma til móts við aukna eftirspurn var opnunartíminn lengdur og var opið í 17 klukkustundir á dag yfir hásumarið þegar opið var frá 08.00 til 00.30. Heildarfjöldi heimsókna á árinu 2016 var 1,1 milljón og fjölgaði heimsóknum um 22 prósent frá árinu á undan. Dreifing heimsókna yfir opnunartíma var afar jöfn, sem rekja má til aðgangsstýringar.

Óhætt er að segja að vel hafi gengið að halda úti núverandi starfsemi og að veita gestum hágæða upplifun samhliða nýframkvæmdum. Það ber vott um einhug starfsmanna sem allir vinna að því verkefni á degi hverjum að veita hágæða þjónustu og upplifun.

Fjögur ár eru liðin frá því að Bláa Lónið bauð gestum upp á þann möguleika að bóka aðgang sinn fyrir fram á vef fyrirtækisins. Nú er svo komið að nánast allir gestir Bláa Lónsins eru bókaðir fyrir fram, þar sem ákveðinn fjöldi gesta getur komið á hverri klukkustund innan dagsins.

Breytileg verðlagning var jafnframt innleidd í byrjun sumars, en hún felur það í sér að verð tekur mið af aðsókn innan dagsins, þar sem þeir tímar sem mest aðsókn er í eru verðlagðir hærra. Þessi aðgangs- og tekjustýring hefur reynst afar vel.

0
Fjöldi gesta 2016
0
Kíló af kísilmaska sem gestir notuðu í lóninu

Ánægja gesta

Bláa Lónið stendur fyrir reglulegum mælingum á ánægju gesta, meðal annars með því að mæla svokallað NPS skor. Mælingarnar sýna að gestir Bláa Lónsins eru mjög ánægðir og líklegir til að mæla með því við vini og fjölskyldu. Meðalskorið á árinu 2016 reyndist 60,3 sem þykir mjög gott skor.

Start typing and press Enter to search