Veitingar

Áhersla á gæði er forsenda góðs árangurs

Mikill vöxtur einkenndi starfsemi veitingasviðs Bláa Lónsins á árinu 2016. Forsenda vaxtarins er áhersla á gæði og jákvæða upplifun gesta þegar kemur að mat og þjónustu.

Óhætt er að segja að veitingasvið líkt og önnur starfsemi Bláa Lónsins búi yfir miklum mannauði, en um 200 manns starfa á sviðinu, þar af:

  • 14 framreiðslusveinar og -meistarar
  • 20 matreiðslusveinar og -meistarar
  • 2 bakarar
  • 20 matreiðslunemar
  • 18 framreiðslunemar

Samhliða því að ná framúrskarandi árangri í núverandi starfsemi hafa starfsmenn veitingasviðs unnið að undirbúningi vegna opnunar tveggja nýrra veitingastaða sem staðsettir verða á nýju upplifunarsvæði og verða teknir í notkun síðla árs 2017.

Með tilkomu þeirra mun Bláa Lónið reka þrjá glæsilega veitingastaði, en fyrir er Lava, sem hefur verið rekinn við góðan orðstír um árabil.

0
Kíló af skyri sem notað var í boost
0
Mini-hamborgarar sem voru framreiddir
0
Fjöldi sprittkerta sem kveikt var á
0
Kíló af fiski sem var framreiddur

Þjálfun starfsfólks er mikilvægur þáttur þessa verkefnis. Þrír af matreiðslumönnum Bláa Lónsins, Benedikt, Jóhanna Sara og Sindri Freyr, hafa sótt starfsþjálfun á veitingastaðinn Texture í London, en staðurinn er með tvær Michelin stjörnur.

Nemar á veitingasviði Bláa Lónsins hafa náð góðum árangri á undanförnum árum og er fjöldi nema skýr vitnisburður um þá áherslu sem lögð er á fræðslu og um leið að efla greinina. Leó Snæfeld Pálsson, nemi í framreiðsluiðn, tók við verðlaunum fyrir góðan námsárangur á Nýsveinahátíð Samtaka iðnaðarins.

Matreiðslu- og framreiðslunemar Bláa Lónsins hafa hlotið viðurkenningar fyrir góðan árangur.

Start typing and press Enter to search