Húðvörur

Aukin umsvif í netverslun

Vefverslun Bláa Lónsins er ein mikilvægasta dreifingarleið Blue Lagoon varanna ásamt verslunum Bláa Lónsins sem staðsettar eru: að Laugavegi 15 í Reykjavík, í Bláa Lóninu og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Innleiðingu á nýjum umbúðum og útliti Blue Lagoon húðvaranna lauk á árinu 2016 og áhersla var lögð á að styrkja innviði sviðsins.

Á árinu voru vörurnar seldar víða um heim í gegnum vefverslunina. Nýtt vefsölukerfi var tekið í notkun og sala hafin í gegnum Amazon í Bandaríkjunum. Umsvif netverslunar jukust umtalsvert á árinu. Þá var vörulager Bláa Lónsins á Íslandi fluttur í nýtt og rúmgott húsnæði í Hópsnesi í Grindavík.

Blue Lagoon húðvörur eru seldar út um allan heim í gegnum vefverslun.

Start typing and press Enter to search