Nýframkvæmdir

Framkvæmdir halda áfram á nýju upplifunarsvæði

Nýtt upplifunarsvæði, The Retreat at Blue Lagoon, verður tekið í notkun síðla hausts 2017. Samstillt teymi starfsfólks Bláa Lónsins, verktaka og hönnuða vinnur að verkefninu sem er um margt flókið, og hafa framkvæmdir gengið vel.

Byggingarnar eru hannaðar og byggðar inn í viðkvæmt umhverfi Bláa Lónsins og er áhersla lögð á að leyfa umhverfinu að njóta sín. Sigríður Sigþórsdóttir hjá Basalt Arkitektum er aðalhönnuður verkefnisins, hún er jafnframt aðalhönnuður allra mannvirkja Bláa Lónsins.

Hönnun Sigríðar hefur vakið athygli hér heima og erlendis fyrir einstakt samspil bygginga og náttúru. Gestir Bláa Lónsins upplifa þessa nálgun einnig sterkt í gegnum hönnun allra mannvirkja Bláa Lónsins, þar sem náttúran fær alltaf að ráða.

Nýja upplifunarsvæðið verður engin undantekning þar sem byggingarnar eru hannaðar inn í hraunið. Fallegt útsýni verður úr öllum rýmum hótelsins þar sem hraun, mosi og blátt lón mæta augum gesta.

Start typing and press Enter to search