Markaðsmál

Markmiðið er alltaf að styrkja vörumerkið og ímynd þess

Bláa Lónið er eitt þekktasta vörumerki Íslands og megináherslan í markaðs- og kynningarmálum Bláa Lónsins er að styrkja og efla vörumerkið og standa vörð um ímynd þess hér heima og erlendis.

Meginstefið í markaðs- og kynningarefni Bláa Lónsins er einstök upplifun, töfrandi umhverfi og eiginleikar jarðsjávarins. Samhliða hefur verið lögð rík áhersla á að gestir bóki fyrirfram á vefnum og hefur það skilað góðum árangri.

Helstu markaðsskilaboð ársins fólust í að koma á framfæri upplýsingum um að bóka heimsóknina fyrir fram og bar verkefnið góðan árangur. Langstærstur hluti gesta bókar aðganginn með góðum fyrirvara, ýmist beint í gegnum vef Bláa Lónsins eða í gegnum einhvern af fjölmörgum samstarfsaðilum fyrirtækisins.

Kynning á nýju upplifunarsvæði

Kynning á nýju upplifunarsvæði og hóteli Bláa Lónsins hélt áfram. Sýnileiki á völdum ferðasýningum, þar sem áhersla er á gæði og upplifun, er mikilvægur þáttur í markaðssetningunni. Á meðal sýninganna eru Connections, Pure Pursuits og ILTM í Bandaríkjunum og í Cannes, þar sem Bláa Lónið var í forgrunni á íslenska sýningarsvæðinu.

Samfélagsmiðlar og almannatengsl

Samfélagsmiðlar gegna lykilhlutverki í markaðsstarfi Bláa Lónsins. Gestir eru hvattir til að innrita sig á Facebook og Instagram, taka myndir og deila upplifun sinni. Einstaklingar og áhrifavaldar sem hafa byggt upp gott orðspor og eignast fjölda fylgjenda á samfélagsmiðlum voru á meðal þeirra sem deildu upplifun sinni. Markmið markaðsaðgerða er alltaf að auka meðvitund og þekkingu á vörumerki samhliða því að styrkja vörumerkið og ímynd þess og þar eru samfélagsmiðlarnir engin undantekning.

Almannatengsl skipa veigamikinn sess í kynningarstarfi og fjöldi blaðamanna heimsótti Bláa Lónið eins og undanfarin ár. Heimsóknir þeirra eru gjarnan í samstarfi við Íslandsstofu, markaðsverkefnið Iceland Naturally sem Bláa Lónið er aðili að og einnig í samstarfi við íslensku flugfélögin. Þá heimsækir fjöldi blaðamanna Ísland og Bláa Lónið á eigin vegum.

0
Fylgjendur á Facebook
0
Fjöldi Facebook „check-ins“
0
Fylgjendur á Twitter
0
Fylgjendur á Instagram

Start typing and press Enter to search